Fréttir

Fag­félögin halda upp á baráttu­daginn 24. október

21 okt. 2025

null

Við fögnum Kvennaári 24. október 2025 um allt land og hvetjum allt félagsfólk RSÍ, MATVÍS, VM og Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) til að taka þátt í Kvennaári með myndarlegum hætti undir merkjum Fagfélaganna.

Á baráttudeginum 24. október, frá 10:00 – 14:00, mun Alþýðusambandið að halda málþing um konur af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. Málþingið verður haldið í Kaldalóni í Hörpu. Dagskrá málþingsins í heild má sjá hér en athugið að nauðsynlegt er að skrá þátttöku sína.

Fagfélögin eiga fulltrúa víða þennan dag og vekja fyrir vikið sérstaka athygli á því að bæði Agnes Olejarz af kjaradeild Fagfélaganna og Jakob Tryggvason formaður RSÍ munu flytja erindi á málþinginu.

Kvennaár 2025 í Reykjavík – dagskrá

13:30 Söguganga frá Sóleyjargötu – Við Hljómskálann (sem er við Sóleyjargötu) verða húfur og fánar frá Fagfélögunum fyrir öll – frá klukkan 13:00.
15:00 Arnarhóll – Baráttufundur í beinni
15:30 Fagfélögin bjóða upp á drykk á Hótel Edition Reykjavík að útifundi loknum, til klukkan 17:00.
Athugið að drykkjarmiðar verða afhentir við Hljómskálann frá kl. 13:00.

Til baka

Póstlisti