Catégorie: Óflokkað

Kjarakönnun 2017 – niðurstöður

24. nóvember, 2017

Óflokkað

Kjarakönnun GRAFÍU  og SI 2017 var að ljúka. Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar. GRAFÍA þakkar öllum félagsmönnum þátttökuna. Vinningshafar hafa verið dregnir út og mun GALLUP koma vinningum á framfæri við viðkomandi.   Kjarakönnun 2017

Vinningshafar í Kjarakönnun GRAFÍU og SI

15. nóvember, 2017

Óflokkað

Kjarakönnun GRAFÍU og SI var lokað fyrir nokkrum dögum og dregið hefur verið úr innsendum svörum. 10 heppnir félagsmenn fá 10.000 kr. gjafabréf. GALLUP hefur samband við vinningshafa á næstu dögum. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar fljótlega. GRAFÍA þakkar félagsmönnum fyrir þátttökuna.  

Hraðskákmót GRAFÍU 2017

9. nóvember, 2017

Óflokkað

Hraðskákmót GRAFÍU verður haldið fimmtudaginn 23. nóvember kl. 20.00 Sjá auglýsingu

Bridgemót GRAFÍU 2017 verður haldið laugardaginn 9. desember kl. 13

Óflokkað

Tvímenningsmót GRAFÍU verður haldið laugardaginn 9. desember kl. 13 Mótið verður haldið í húsnæði Rafiðnaðarskólans Stórhöfða 27. 1. hæð (gengið inn Grafarvogsmegin) Spilastjóri er Rúnar Gunnarsson. Veitt verða bókaverðlaun fyrir 3 efstu sætin auk þess sem sigurvegarar fá rétt til að mynda par eða sveit á Briddshátíð Bridgesambands Íslands.   Sjá auglýsingu hér: Bridgemót-2017  

Útskrift Upplýsingatækniskólans í grafískri miðlun og prentun

1. nóvember, 2017

Óflokkað

Útskriftarnemendur Upplýsingatækniskólans í grafískri miðlun og prentun, bjóða þér á sýningu laugardaginn 4. nóvember kl. 13:00-15:00. Líttu við og fagnaðu áfanganum í Vörðuskóla við Skólavörðuholt. Inngangur frá Barónsstíg. Allir velkomnir

Iðnaðarmannahús á Stórhöfða 31

30. október, 2017

Óflokkað

Iðnaðarmannafélögin, GRAFíA, MATVÍS – matvæla og veitingasamband Íslands, FIT félag iðn og tæknigreina, RSÍ – Rafiðnaðarsamband Íslands, Samiðn og Byggiðn – félag byggingamanna hafa keypt saman Stórhöðfa 31. Félögin munu hefja samstarf í húsinu á næsta ári en félögin sem fyrir eru í húsinu, RSÍ, MATVÍS og GRAFÍA, munu starfa áfram þar á sama tíma […]

Bjarg íbúðarfélag – könnun

19. október, 2017

Óflokkað

(English and Polish version below) Kæri viðtakandi, Bjarg Íbúðafélag, stofnað af ASÍ og BSRB, er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Bjarg leitar nú til félagsmanna ASÍ og BSRB í tengslum við áherslur og þarfir við hönnun nýju leiguíbúðanna. Innlegg félagsmanna er afar mikilvægt í […]

Kjarakönnun GRAFÍU

10. október, 2017

Óflokkað

Við minnum félagsmenn á að taka þátt í kjarakönnun GRAFÍU og SI. Þátttakendur geta átt von á 10.000 kr. gjafabréfi.   Sjá auglýsingu hér  

Námsvísir IÐUNNAR

14. september, 2017

Óflokkað

Námsvísir IÐUNNAR fræðsluseturs fyrir haustönn 2017 er kominn út. Yfir 150 spennandi námskeið fyrir fagfólk í iðnaði eru í boði á haustönn. Kynntu þér fjölbreytt úrval námskeiða á vef IÐUNNAR (www.idan.is) eða skoðaðu námsvísinn í heild sinni hér (https://issuu.com/idan-fraedslusetur/docs/idan-namsvisir-haust-2017). Skráning á námskeið fer fram á vef IÐUNNAR (www.idan.is).

Umsjónarmaður orlofssvæðis í Miðdal

21. ágúst, 2017

Óflokkað

GRAFÍA stéttarfélag auglýsir eftir umsjónaraðila orlofssvæðis félagsins í Miðdal, Bláskógabyggð. Í starfinu felst almenn umsjón og viðhald orlofshúsa og orlofssvæðis. Heilsársbúseta er skilyrði. Starfinu fylgir íbúðarhúsnæði og aðstaða í útihúsum. Starfið er hlutastarf að vetri en fullt starf yfir sumartímann. Umsóknir sendist á georg@grafia.is eða til GRAFÍU stéttarfélags, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík merkt „Miðdalur“ Umsóknarfrestur […]

Póstlisti