ASÍ og BSRB taka á móti formönnum flokka í framboði til alþingiskosninga.
13 nóv. 2024
ASÍ og BSRB taka á móti formönnum flokka í framboði til alþingiskosninga.
Fundurinn verður á Hótel Hilton Reykjavík Nordica, mánudaginn 18. nóvember, 17:00-19:00.
Yfirskrift fundarins er Samfélag á krossgötum, en þar sitja formenn allra flokka í framboði á landsvísu fyrir svörum um stefnu í málum sem varða launafólk.
Pallborðinu stýra Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Boði verður upp á léttar veitingar.
Umræðurnar verða helst stilltar inn á þrjú meginstef sem varða launafólk:
- Afkoma heimilanna
- Velferðarkerfið og félagslegir innviðir
- Jöfn tækifæri og möguleikar
Þess utan verður að sjálfsögðu komið inn á aðra málaflokka sem hafa verið til umfjöllunar innan hreyfingarinnar.
Við hvetjum félagsmenn til að mæta á viðburðinn og taka þátt.
Viðburðurinn er á facebook og verður uppfærður eftir því sem nær dregur.
https://vimeo.com/event/